Heiglar hlakka til heimsendis eftir Ingibjörgu Sigurjónsdóttur er óvenjuleg bók, hún er nýstárleg blanda ljóðabókar og sjónlistarverks: Myndir og texti tvinnast saman og kallast á; myndirnar kalla á að vera lesnar, textarnir á að vera skoðaðir. Úr verður bók sem er allt í senn: Myndlistarbók, ljóðabók og skáldsaga – og þó ekkert þessara.

Heiglar hlakka til heimsendis er fáanleg á tveimur tungumálum, íslensku og ensku. Hún er í stóru broti og telur 152 litprentaðar blaðsíður. Útgefandi er Tunglið forlag. Upplagið er 150 eintök sem öll eru tölusett og árituð af listamanninum.

Vildarverð fyrir vini Tunglsins er aðeins 7.800 kr.
Sendingargjald er innifalið, hvert á jörðina sem er.

Smellið á takka hér að neðan til að fylla út pöntunarseðil. Greiðsluseðill birtist í heimabanka eftir að bókin hefur verið póstlögð.